laugardagur, janúar 07, 2006

Flugeldalaust skotland

Eitthvað til aًð missa vatniًð yfir

Jú jólin hér í Glasgow voru með rólegra móti hjá undirrituðum.
Ég keypti ýmislegt góðgæti til að búa til almennilegann jólamat, þar sem ég átti piparsteik í frystinum þá ákvað ég að láta það verða part af veislunni. Ég keypti líka þetta fína Chile rauðvín á ótrúlegu verði og stefndi nú allt í rosa veislu.
Nú svo kom að eldamennskunni.., hún tók alveg 2 tíma og ég tilbúinn að borða piparsteik með rauðvínssósu og brúnuðum kartöflum ásamt fullt af dýrindis grænmeti og hrísgrjónum.
Þá kom í ljós að piparsteikin mín var ekkert annað enn piprað nautabuff!!! úff.. vonbrigði... enn bragðaðist samt bara vel með rauðvínssósunni og brúnkunum. Svo opnaði ég rauðvínið sem var þá ekki einu sinni með korktappa heldur skrúfutappa eins og á standard vodka fleig!! enn jæja það bragðaðist vel og maturinn fór bara vel í kútinn..
Svo var mér boðið í dýrindis mat hjá Bigga, konu og barni og var það toppurinn á jólunum þetta skiptið. Svo var bara sofið og slappað vel af fram að áramótum.
Það var ansi magnað kvöld, mikið tekið á í glasaliftingum og svo lög sungin yfir gítarspil bæði inn í stofu og inn á klósetti... hmm... Svo var haldið niðrí bæ, þar kom nú í ljós að allir staðir voru kúgfullir og ekki séns að komast inn!! nú þurftum við að leggja toppstykkið í vökva, þá hittum við nokkra krakka sem voru á heimleið af Art school café og fengum við afrifurnar af miðunum þeirra til að reynað svindla okkur inn.. ég fór fyrstur og það gekk svo kom Svenni og hann rann inn líka og Biggi, enn greiið óli var stoppaður og okkur Bigga hent út í kjölfarið... þá tóku við langar samningaviðræður sem enduðu með því að við mútuðum dyravörðunum til að komast inn hehe.. Svo héldum við áfram að æfa okkur í glasaliftingunum og var bara hörku stuð..
Núna er skólinn svo byrjaður aftur og er hann alveg í fjórða gír þannig að það er eins gott að farað leggjast í lærdóm.
Gleðilegt nýtt ár allir og takk fyrir eitthvað gamalt
Cheeríó

maximilius